Færsluflokkur: Bloggar

"Lying is the best thing a girl can do"

Mér finnst ég loksins vera búin að skjóta niður rótum einhversstaðar (asnalega sagt, en samt) ég er í góðri vinnu, á frábærann kærasta og yndislega vini. Sem ég hitti í alvörunni, ekki bara á msn, eða myspace., eins og það var fyrir nokkrum árum. Ég á vinkonur sem ég get talað við, og leitað til ef eitthvað er að. Ég á vinkonur sem koma til mín ef eitthvað bjátar á hjá þeim. 


Mér finnst ég loksins vera komin þar sem ég á að vera.
Svona á þetta að vera.


"Denny Duqette died at 7:42 this evening"

Ár síðan ég skrifaði á þessa síðu seinast.
Margt hefur breyst, allt sem ég hélt að yrði þegar ég færi í framhaldsskóla
varð ekki, allt sem ég hélt að yrði ekki.. varð. Ég bjóst ekki við því að þegar ég væri 17 ára væri ég að hugsa um íbúð, vinnu, peninga og kærasta. Ég hélt að ég yrði að hugsa um skólann, í hverju ég ætti að fara í á næsta ball, ég hélt að ég yrði að hugsa um allt annað en ég hugsa um í raun. Ég er mjög ánægð með lífið mitt, ekki taka það þannig. Ég elska lífið mitt, ég er hamingjusöm. En ég er líka hrædd, hræddari en ég hef nokkurntímann verið. 
Það tekur á að reyna að vera fullorðin, ég gæfi núna allt til að vera 5 ára aftur að borða sand.

Ég er ekki fullorðin, ég á langt í land ennþá.


Houston we're going down.

Þá er loksins komið að því, prinsessan er að byrja í framhaldsskóla. Ég áttaði mig á þessu í morgun meðan ég beið eftir tölvunni minni (sem kom btw ekki-.-). Ég er að flytja að heiman, þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að bíða eftir í mörg ár, svo þegar á hólminn er komið langar mig bara að vera heim í örygginu með mömmu, pabba & litla dýrinu<3
Þetta er allt svo nýtt e-h veginn.
æi má ég ekki bara vera heima ? taka 10. bekkinn aftur.. Væri alveg til í það núna..

Kv.Ingibjörg sem þarf að fara að pakka niður.


Óákveðið.

Þessi síða er komin í óákveðið langt sumarfrí.
Læt vita í lok ágúst hvort ég hafi lifað þessar þrælabúðir af.

Langt síðan..

Byrja á að segja að þessi garpur hérna fyrir neðan er afi minn í pokahlaupi! CIMG1131

Ég hálf skammast mín fyrir bloggleysi, það er bara svo margt búið að gerast undanfarna daga og svo lítill tími fyrir allt annað að þessi síða hefur eiginlega safnað bara ryki.
Ætla að reyna að lýsa því sem búið er að gerast undanfarnar 2 vikur.

Fjölskyldan fór á ættarmót um síðustu helgi, í þetta skipti var það pabba fjölskylda sem hélt ættarmót og var maður með pínu kvíðahnút í maganum því ég því miður veit ekki hvað helmingurinn af þessu fólki heitir. Kvíðahnúturinn losnaði fljótt við komuna á Reyki í Hrútafirði. Fengum svona líka blíðu þegar við komum að þegar það var búið að skella tjaldinu upp var hoppað í bikiní og í sólbað ! (má bæta við að ég varð nú pínu brún sko allt á góðri leið!) En já, þangað til um kvökdmatarleytið var bara slappað af, notað tímann til að heilsa fólki og skoðað sig um. Planað var um kvöldið að það yrði fínn matur, skemmtiatriði, leikir og síðan myndi kvöldið enda á dansleik/diskóteki.
Í kvöldmatinn var borin fram dýrindis pizza&franskar fyrir börnin & súpa fyrir þá fullorðnu, og það var bara í forrétt, í aðallrétt var pizza&franskar fyrir börnin og allskonar kjöt fyrir þá fullorðnu. Eftirrétturinn var bestur að mínu mati, ís kaka. Mmm fæ vatn í munninn við tilhugsunina eina.

Eftir þennann yndislega mat tóku skemmtiatriðin við, það voru sagðar óendanlega fyndnar & skemmtilegar sögur af laxárdalsættinni, leiknir leikir (mjög eftirminnilegt þakka þér fyrir), sungið og dansatriði frá einni sætri lítilli frænku.
Þegar kom að dansleiknum eða diskóinu sýndi afi að hann er ekkert síðri yngra fólkinu hvað varðar dans ! Hann svoleiðis sýndi þvílíka takta að ég bara á varla til aukatekið orð.

Þegar leið á kvöldið fór veðrið að vera aðeins verra, meiri vindur og kaldara. Samt virtist það ekkert hafa nein áhrif á fólkið. Skemmti sér bara betur ef eitthvað var. Set svo myndir síðan á þessu ættamóti inn við tækifæri.
En, þetta ættarmót er ekki það eina sem er búið að gerast! Dramadrottningin sjálf varð 16 ára gömul þann 5 Júlí síðastliðinn. Haldið var uppá það í gær með veglegri veislu, eðal kaka og pizza, ís og allur pakkinn. Meiraðsegja pakkaleikur ! Þetta var yndislegt & bara takk allir !:*

Skil samt ekki hvað er svona "sweet" við að vear 16, æfingaleyfi ? Kannski, ég hinsvegar nenni hreinlega ekki að standa í þessum ökutímum.. svo ég ætla að bíða með þá, kaupa mér frekar tölvu og fara í ökutímana þegar ég flyt inná akureyri í haust ! Haha, yndislegt samt hvernig maður getur ekki beðið eftir að verða eldri þegar maður er frekar ungur.. svo gera sumir allt til að "looka" yngri þegar þeir eru orðnir .. well frekar gamlir. Til dæmis eins og með karlana, fá sér þvílík flottann sportbíl, lita á sér hárið, fara í ræktina, vaxa á sér bakið & fara svo á bari og ná sér í eina tvítuga.
Konurnar eru engu skárri, lita hárið á sér það ljóst að það liggur við að augun á manni brenni, liggja í ljósabekkjum eins og þær eigi lífið að leysa (reyndar gera karlarnir það víst líka..) fá sér sílíkon í tepokana og ganga í magabol og á háum hælum.
Flott eh ? Ekkert sérlega aðlaðandi þið hreinlega afskakið.
En, þetta er víst orðið nóg í bili.

Kv.Ingibjörg.

p.s TAKK MAMMA & PABBI!!!:********************* (margir kossar? happy?)

Því miður..

IMG_4196Það hefur bæði verið fjölgun og fækkun í fjölskyldunni síðustu 2 daga.
Þruma, annar af 2 elskulegu hundunum mínum var látinn fara í sveitina til ömmu og afa & fer Brekinn okkar von bráðar!=(

Hinsvegar eignaðist hún Saga okkar folald seint í nótt ! Það var bleikálóttur hestur (heppileg tímasetning, 19 Júní, feministadagur?). Voða sætur hestur og læt ég fylgja hérna eina mynd af honum. Okkur mömmu fannst tilvalið að í tilefni dagsins yrði hesturinn skýrður Feministinn, en pabbi var ekki sammála því.
Bíladagar voru haldnir um helgina, og auðvitað skellti maður sér á þá. Fólk var reyndar misánægt með heimkomutímann sem var iðulega of seint. (sérstaklega þar sem maður átti að mæta í vinnu klukkan 8 um morguninn) magnaðir bílar og spyrnan var náttúrulega bara hrein snilld.
Reyndar ekki svo gott að það varð bílslys við hringtorg esso. Reyndar held ég að ökumaðurinn hafi alveg sloppið og bílinn reyndar líka ! Bara stuðarinn sem fór alveg í klessu greyið. Flottur bíll og fóru sumir næstum því að skæla þegar þeir keyrðu framhjá þessu !

17 Júní var haldinn hátíðlegur hér á bæ síðastliðinn sunnudaginn, reyndar var ég að vinna svo ég gat því miður ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum. Mamma var hinsvegar í 17 júní nefnd og R0011750meðfylgjandi var allt það stress sem fylgir þessu, nammi,- blöðru,- og fánakaup.  Þegar allir komu heim voru þeir orðnir frekar pirraðir þar sem vargurinn var víst svo skæður og mikill að varla var vært þarna ! Enda var svarið að þetta skyldi ekki vera haldið aftur í Höfða, hversu fallegur sem hann er !
Fengum fullt af nammi og blöðrum þegar komið var heim og erum búin að vera að leika okkur með helíumið síðan.

Um kvöldið átti að fara í reiðtúr héðan og niðrí reykjadal þar sem er verið að halda reiðnámskeið. Ég ætlaði að fara með á Hertoga mínum, en komst ekki nema 1/4 af leiðinni, þá gerðist eitthvað og ég fékk svona stingandi verk í öxlina og gat ekki hreyft hana. Ég var drifin heim og var sett á verkjalyf og bólgueyðandi. Næsta dag ætlaði ég að skvera mér í  vinnuna en var samstundis send heim útaf hendinni. Þá var komið í ljós að ég yrði að fara til læknis.
Fór svo í morgun í röntgen iðrá húsavík og verð að taka mér frí frá vinnu í 3 daga útaf þessu.
helvítis ónýti líkami.

Kv.Ingibjörg.


Gakktu í bæinn - Dagurinn er hvort eð er ónýtur!

dfdadaKomin heim frá Austurríki.
Þetta var fullkomin ferð í alla staði. Skiptist á skini og skúrum. En það er bara fínt.
Strax annann daginn kom svona líka þrumuveður með helli rigningu í þokkabót. Íslendingarnir náttúrulega eins og hálfvitar fleygðu af sér flíkunum og stukku út í fótbolta ! Fleiri fylgdu í kjölfarið og varð þetta að einum stórum allsherjar rennifótbolt aþar sem mjög fáir stóðu í lappirnar lengi í einu ! Þegar átti að leggjast til svefns varð nú að byrja á því að reyna að þurrka eitthvað þar sem allt varð rennandi blautt ! Arnór lenti líka í því að þurfa að sofa í sturtuklefanum þessa nótt!
Gerðum fullt af verkefnum þarna úti, okkur var skipt í hópa til að vinna mis skemmtileg verkefni.

Meðal þessara verkefna voru -
Future Confrence;; Áttum þar að mynda stjórnmálaflokka, velja formann, velja helstu áhersluefni, hanna lógó og allt tilheyrandi.
Workshops;; Þarna inní voru mörg mismunandi verkefni og hópunum var skipt í minni hópa, þarna gastu byggt  fleka, skoðað skordýr sem áttu heima í vatninu, teiknað laufblöð og fleira.
Green tour;; Án efa leiðnlegasta verkefnið. Því miður, við áttum að labba leið í gegnum garðinn, hefði getað tekið hálf´tima. En kallinn þurfti alltaf að stoppa og blaðra. Það var steikjandi hiti og mér var orðið illt í hnénu. En þetta var víst fræðandi.

Maður kynntist allskonar fólki þarna og ég á eftir að sakna allra svo mikið. Það er óþægilegt að vita að maður sér þetta fólk örugglega aldrei aftur. Ein vika, það var allur tíminn sem maður fékk með þeim. rétt á 6 degi var maður að byrja að kynnast öllum vel, svo þurfti maður að kveðja daginn eftir. Þetta var samt svo gaman, og Köben var ekkert síðri. Verð samt að segja að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með þennann "awsome" Demon rússíbana. Keypti föt, eignaðist nýjann uppáhalds ís.
Vöknuðum svo seint um morguninn og þurftum að haska okkur aldeilis mikið.
Ég týndi vegabréfinu mínu & Hrólfur gleymdi sínu á hótelinu.

Ég vil þakka öllum fyrir yndislega ferð, ég á aldrei eftir að gleyma þessari reynslu.
Kv.Ingibjörg

Samkynhneigð?

Allt er nú til,
Heldur þetta fólk virkilega að þau börn sem horfa á Stubbana séu að spá hvort að þeir séu samkynhneigðir ? (þar sem þetta eru yfirleitt mjög ung börn sem horfa á þetta)
& Hvað með það þótt að Fjólublái Stubburinn gangi með handtösku ? Eins & það skipti máli.

Þið hreinlega afsakið, þetta er fíflaskapur.
Hómófóbía.

Kv.Ingibjörg


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks skólaársins.

hvolpar1 010Þar sem að það er bara rúm vika eftir af skólanum tók ég þá ákvörðun að rifja upp nokkur skemmtileg atriði síðan úr grunnskóla, svona allavegana þau eftirminnilegustu.

- Til dæmis þegar ég kom í skólann, glænýr krakki með stutt hár, pokémon tösku & í strákaföt, flestir héldu að ég væri strákur. Ekki lengur skal ég segja ykkur!;)

- Eða þegar ég hljóp útum allann skólann á eftir honum Hrólfi að reyna að kyssa hann.

- Svo í einum mjög svo eftirminnilegum íþróttatíma í 5 bekk þegar allir strákarnir voru voða svalir berir að ofan, hljóp ég inní klefa, úr að ofan, hljóp aftur inní íþróttasal & öskraði "STRÁKAR BÍÐIÐ EFTIR MÉR!!!"

- Voðalega vinsælt var meðan Þór Kárason & fleiri voru í skólann að leggjast á sumar stelpurnar, halda þeim niðri og "indjánapikka" þær, það felst í því að berja báðum vísifingrum voðalega farst í bringuna á þeim, þetta var & er enn alveg afsaplega vont ! & Er maður voðalega viðkvæmur fyrir þessu ennþá.

- Auðvitað má ekki gleyma öllum lónsferðunum sem farið var í & bikíní topparnir manns teknir, manni kaffært & fleira !

- Hvað þá skólasundi, klukkan hálf 9 ofaní jökulkalda laug & BYRJA AÐ SYNDA ! Held að mjög mörgum hafi langað að ýta kennaranum hálf berum ofaní og láta hann synda með okkur !

- Kvöldvökur & þorrablót hafa alltaf verið eftirminnileg, sérstaklega þó síðustu 2 kvöldvökur, þar sem við sýndum mjög svo mikið stytta útgáfu af fullkomnu brúðkaupi & Blessað barnalán, . fullkomið brúðkaup heppnaðist svona líka vel, ég leit út eins & útúrriðin (afsakið orbragðið) dúkka, við fórum auðvitað á kostum eins & vanalega, enda þaulvanir leikarar ! Blessað barnalán var nú aðeins skárra, gekk það vel að við höfðum aukasýningu og höluðum inn þvílíkri gommu af seðlum !

- Ég held að skólaferðirnar hafi samt verið lang eftirminnilegastar, sérstaklega þá þegar elstu bekkirnir löbubðu slatta af km til að fara í Ásbyrgi & gista yfir nótt. Það var nú ágætlega mikið af drama í gangi hjá manni þótt maður hefði aðeins verið í 8 bekk. & Ekki bara hjá dramadrottningunni ykkar heldur fleiri ! Krökkum í skólanum hefur framvegis verið bannað að fara í svona yfirnætur ferðir.

- Auk Ábyrgis fór 9-10 bekkur til Vestmannaeyja síðastliðinn maí, æðisleg ferð í alla staði ! Ýtti hópnum mikið nær saman. Ferðin gekk vel & það var ekkert vesen.
Þetta var svona það helsta, þar sem minnið mitt er nú ekki það besta. Þetta er búinn að vera fínn skóli þessi 6 ár sem ég hef verið í honum. Voðalega lítið breyst fyrir utan nokkrar breytingar á kennurum & skólastjórum. Þegar ég fer að hugsa um það á ég pínu eftir að sakna grunnskólans, hann mótar mann að svo mörgu leyti & þar eignast maður fyrstu alvöru vinina. Svo er hann nú víst frekar auðveldur miðað við framhaldsskóla.

Kv.Ingibjörg


Stjórnmál.

v2tyqxÞað er víst allt að verða brjálað í stjórnmálaheiminum núna. Ég ætla ekki einu sinni að þykjast skilja um hvað allt þetta snýst. Búin að vera að reyna að fylgjast eitthvað með þessu en ég gafst upp. Þvílíkt rugl sem þetta er allt komið í.
En, vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að fá far með Gunnari niðrá Lauga til Júlíusar. Yndislegur dagur alveg, leeeti var ríkjandi í dag, sem var nú alveg ágætt. Verst að ég missti af nágrönnum. Sá samt einhverja nágranna þætti á Sky, reyndar way in the future, fullt af hlutum búnir að gerast sem ég vildi ekki endilega vita ! Svo ég slökkti bara á sjónvarpinu.
Muunnlegt stærðfræðipróf á morgun, er að fá panic attack því að ég er ekki viss á öllu. Fyrir þá sem ekki vita hvað munnlegt stærðfræðipróf er þá er það þannig að við drögum dæmi uppúr hatti til að reikna á töfluna, svo eigum við að útskýra & tala í gegnum það sem við erum að gera & fáum einkunn samkvæmt því. Fínt kerfi, kem mér oftast áfram á blaðrinu. Ha, ha ! Þarf að mæta hálf 11 til að vera til korter í 11, þá má ég fara aftur heim & er þá komin í helgarfrí ! Verður reyndar ekki mikið frí þar sem ég verð að vinna um helgina & svo er Marín komin í sveitina.

Þá er bara eitt próf eftir & það er þýskan á mánudaginn, verður víst e-ð voða erfitt próf. Maður tekur þetta bara ! Læra, læra, læra.. Segi það núna, svo á morgun kemur "æi blah læri á sunnudaginn" ójæja, ég reyni að læra eitthvað. Það hefur sína kosti að vera búinn með 1 ár í þýsku ! Þá kemur maður út eins & allgjört nörd í þýsku þegar maður fer svo í framhaldsskóla ! Kemur sér vel.

En ég er komin með ritstíflu á háu stigi svo við segjum þetta gott.

Kv.Ingibjörg

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband