Gakktu í bæinn - Dagurinn er hvort eð er ónýtur!

dfdadaKomin heim frá Austurríki.
Þetta var fullkomin ferð í alla staði. Skiptist á skini og skúrum. En það er bara fínt.
Strax annann daginn kom svona líka þrumuveður með helli rigningu í þokkabót. Íslendingarnir náttúrulega eins og hálfvitar fleygðu af sér flíkunum og stukku út í fótbolta ! Fleiri fylgdu í kjölfarið og varð þetta að einum stórum allsherjar rennifótbolt aþar sem mjög fáir stóðu í lappirnar lengi í einu ! Þegar átti að leggjast til svefns varð nú að byrja á því að reyna að þurrka eitthvað þar sem allt varð rennandi blautt ! Arnór lenti líka í því að þurfa að sofa í sturtuklefanum þessa nótt!
Gerðum fullt af verkefnum þarna úti, okkur var skipt í hópa til að vinna mis skemmtileg verkefni.

Meðal þessara verkefna voru -
Future Confrence;; Áttum þar að mynda stjórnmálaflokka, velja formann, velja helstu áhersluefni, hanna lógó og allt tilheyrandi.
Workshops;; Þarna inní voru mörg mismunandi verkefni og hópunum var skipt í minni hópa, þarna gastu byggt  fleka, skoðað skordýr sem áttu heima í vatninu, teiknað laufblöð og fleira.
Green tour;; Án efa leiðnlegasta verkefnið. Því miður, við áttum að labba leið í gegnum garðinn, hefði getað tekið hálf´tima. En kallinn þurfti alltaf að stoppa og blaðra. Það var steikjandi hiti og mér var orðið illt í hnénu. En þetta var víst fræðandi.

Maður kynntist allskonar fólki þarna og ég á eftir að sakna allra svo mikið. Það er óþægilegt að vita að maður sér þetta fólk örugglega aldrei aftur. Ein vika, það var allur tíminn sem maður fékk með þeim. rétt á 6 degi var maður að byrja að kynnast öllum vel, svo þurfti maður að kveðja daginn eftir. Þetta var samt svo gaman, og Köben var ekkert síðri. Verð samt að segja að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með þennann "awsome" Demon rússíbana. Keypti föt, eignaðist nýjann uppáhalds ís.
Vöknuðum svo seint um morguninn og þurftum að haska okkur aldeilis mikið.
Ég týndi vegabréfinu mínu & Hrólfur gleymdi sínu á hótelinu.

Ég vil þakka öllum fyrir yndislega ferð, ég á aldrei eftir að gleyma þessari reynslu.
Kv.Ingibjörg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband