Samræmd próf !!

o888ixJæja, núna eru samræmdu prófin alveg að skella á ! Bara vika í þetta. Reyndar er ég svo heppin að það lendir alltaf 1 dagur á milli prófa & svo bara helgi. Svona er maður duglegur að taka 2 í fyrra. Núna tek ég; íslensku, dönsku, samfélagsfræði & stærðfræði.
Ekkert smá sem maður þarf að læra fyrir samfélagsfræðina. Er með örugglega svona 10 bækur + 2 stór hefti af glósum.
Íslenskan er fyrst & þar sem að fjölskyldan ákvað að vera ótrúlega töff & fara í sveitina næstkomandi föstudag til að vera fram á þriðjudag verð ég að taka með mér fullt af bókum & svona þar sem að íslensku samræmda prófið er á miðvikudaginn !
Svo bara læra læra læra & inn á milli fara í útreiðatúra á honum Óðni gamla eða jafnvel Rauð(hann heitir að mér vitandi ekkert alminnilegt ennþá) ! Það er eitthvað búið að vera að vesenast í henni Þulu minni, gamli skellti sér á bak á hana um daginn, gekk svona líka vel. Hreyfði sig varla nema fyrst var hún frekar hrædd. Svo var hún bara bundin við Skyggnu og líkaði ekkert illa þegar Sverrir dró hana áfram með gamla á baki !;) Ég auðvitað þvílík hetja, þorði ekki að fara á bak. Pft.

En aftur yfir í samræmdu prófin. Kvíði svosum ekkert svakalega fyrir prófinum nema stærðfræði ! Vaá hvað ég er eitthvað voðalega lítið inní 10. bekkjar stærðfræðinni. Kann alveg sumt en það er sumt sem ég er svo ekkki að ná-.- Virðist bara vera einum of flókið fyrir mig ? Kannski einbeiti ég mér ekki nóg. Gæti verið. En, maður verður víst að reyna sitt besta bara & vona. Þarf svo að sækja um í MA & hafa VMA sem vara.

Bara 38 dagar í Austurríki !! Get ekki beðið eftir að komast út. Hitta alla þessa krakka & svona !:D

Kv.Ingibjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband