Margt að gerast.

252271422Það skall líka svona svaðalega á mér áðan þegar ég & mamma vorum að sækja um skóla að ég væri virkilega að verða fullorðin ! Ég er að fara í framhaldsskóla, og fer þá á vistina. Þetta er svo stórt skref. Maður hefur alltaf verið heima hjá mömmu & pabba þar sem þvotturinn er þveginn, það er eldað ofan í þig & þér sagt að fara að sofa klukkan hálf 12. Núna eftir aðeins .. 4 mánuði mun ég flytja í burtu frá mömmu & pabba (ef ég kemst inní MA þ.e.)
Ég mun sjálf þurfa að sjá um að læra, fara að sofa, borða & allt. Mikil ábyrgð. En með Sigþóru mína mér við hlið get ég allt ! Já þú last rétt, ég verð með minni bestu vinkonu henni Sigþóru á herbergi ! & það verður sko allt villt þá.

Úff, er frekar hrædd samt, allt í einu langar mig bara að skríða uppí fangið á mömmu gömlu & kúra fram á þrítugsaldurinn. Er það ekki annars hægt ? Hún myndi ekkert kippa sér upp við það. Hún myndi bara hafa gaman af því.

Svo er skólinn eiginlega bara búinn núna, verðum bara að dúlla okkur eitthvað, lærum held ég mest í þýsku.. Erum búin með allt annað, nema munnlegt próf í stærðfræði ! Vorum t.d í dag að horfa á sjónvarpið bara, numbers & svo The inconvinient truth (kann ekki að stafa þetta) með Al Gore þar sem hann fer yfir það hvað gerist ef við hættum ekki að menga & svona. Hrikalegt.

Þetta er samt orðið alveg ágætlega langt í bili !
Þar til næst.

Kv.Ingibjörg

e.s - Læt fylgja með eina sæta mynd af mér & Sigþóru minni síðan um helgina ! BROSA !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband