
En, vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að fá far með Gunnari niðrá Lauga til Júlíusar. Yndislegur dagur alveg, leeeti var ríkjandi í dag, sem var nú alveg ágætt. Verst að ég missti af nágrönnum. Sá samt einhverja nágranna þætti á Sky, reyndar way in the future, fullt af hlutum búnir að gerast sem ég vildi ekki endilega vita ! Svo ég slökkti bara á sjónvarpinu.
Muunnlegt stærðfræðipróf á morgun, er að fá panic attack því að ég er ekki viss á öllu. Fyrir þá sem ekki vita hvað munnlegt stærðfræðipróf er þá er það þannig að við drögum dæmi uppúr hatti til að reikna á töfluna, svo eigum við að útskýra & tala í gegnum það sem við erum að gera & fáum einkunn samkvæmt því. Fínt kerfi, kem mér oftast áfram á blaðrinu. Ha, ha ! Þarf að mæta hálf 11 til að vera til korter í 11, þá má ég fara aftur heim & er þá komin í helgarfrí ! Verður reyndar ekki mikið frí þar sem ég verð að vinna um helgina & svo er Marín komin í sveitina.
Þá er bara eitt próf eftir & það er þýskan á mánudaginn, verður víst e-ð voða erfitt próf. Maður tekur þetta bara ! Læra, læra, læra.. Segi það núna, svo á morgun kemur "æi blah læri á sunnudaginn" ójæja, ég reyni að læra eitthvað. Það hefur sína kosti að vera búinn með 1 ár í þýsku ! Þá kemur maður út eins & allgjört nörd í þýsku þegar maður fer svo í framhaldsskóla ! Kemur sér vel.
En ég er komin með ritstíflu á háu stigi svo við segjum þetta gott.
Kv.Ingibjörg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.