Loks skólaársins.

hvolpar1 010Þar sem að það er bara rúm vika eftir af skólanum tók ég þá ákvörðun að rifja upp nokkur skemmtileg atriði síðan úr grunnskóla, svona allavegana þau eftirminnilegustu.

- Til dæmis þegar ég kom í skólann, glænýr krakki með stutt hár, pokémon tösku & í strákaföt, flestir héldu að ég væri strákur. Ekki lengur skal ég segja ykkur!;)

- Eða þegar ég hljóp útum allann skólann á eftir honum Hrólfi að reyna að kyssa hann.

- Svo í einum mjög svo eftirminnilegum íþróttatíma í 5 bekk þegar allir strákarnir voru voða svalir berir að ofan, hljóp ég inní klefa, úr að ofan, hljóp aftur inní íþróttasal & öskraði "STRÁKAR BÍÐIÐ EFTIR MÉR!!!"

- Voðalega vinsælt var meðan Þór Kárason & fleiri voru í skólann að leggjast á sumar stelpurnar, halda þeim niðri og "indjánapikka" þær, það felst í því að berja báðum vísifingrum voðalega farst í bringuna á þeim, þetta var & er enn alveg afsaplega vont ! & Er maður voðalega viðkvæmur fyrir þessu ennþá.

- Auðvitað má ekki gleyma öllum lónsferðunum sem farið var í & bikíní topparnir manns teknir, manni kaffært & fleira !

- Hvað þá skólasundi, klukkan hálf 9 ofaní jökulkalda laug & BYRJA AÐ SYNDA ! Held að mjög mörgum hafi langað að ýta kennaranum hálf berum ofaní og láta hann synda með okkur !

- Kvöldvökur & þorrablót hafa alltaf verið eftirminnileg, sérstaklega þó síðustu 2 kvöldvökur, þar sem við sýndum mjög svo mikið stytta útgáfu af fullkomnu brúðkaupi & Blessað barnalán, . fullkomið brúðkaup heppnaðist svona líka vel, ég leit út eins & útúrriðin (afsakið orbragðið) dúkka, við fórum auðvitað á kostum eins & vanalega, enda þaulvanir leikarar ! Blessað barnalán var nú aðeins skárra, gekk það vel að við höfðum aukasýningu og höluðum inn þvílíkri gommu af seðlum !

- Ég held að skólaferðirnar hafi samt verið lang eftirminnilegastar, sérstaklega þá þegar elstu bekkirnir löbubðu slatta af km til að fara í Ásbyrgi & gista yfir nótt. Það var nú ágætlega mikið af drama í gangi hjá manni þótt maður hefði aðeins verið í 8 bekk. & Ekki bara hjá dramadrottningunni ykkar heldur fleiri ! Krökkum í skólanum hefur framvegis verið bannað að fara í svona yfirnætur ferðir.

- Auk Ábyrgis fór 9-10 bekkur til Vestmannaeyja síðastliðinn maí, æðisleg ferð í alla staði ! Ýtti hópnum mikið nær saman. Ferðin gekk vel & það var ekkert vesen.
Þetta var svona það helsta, þar sem minnið mitt er nú ekki það besta. Þetta er búinn að vera fínn skóli þessi 6 ár sem ég hef verið í honum. Voðalega lítið breyst fyrir utan nokkrar breytingar á kennurum & skólastjórum. Þegar ég fer að hugsa um það á ég pínu eftir að sakna grunnskólans, hann mótar mann að svo mörgu leyti & þar eignast maður fyrstu alvöru vinina. Svo er hann nú víst frekar auðveldur miðað við framhaldsskóla.

Kv.Ingibjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jaah, þetta var skemmtiilegt;D
hvað er þetta í þér það var ENGINN drama i Asbyrjiii
En ég man lika eftir þvi þegar´þú komst með Perlu til ömmu, ég þekkti nanast engann herna og við kynntumst utaf hundarnin voru vinir ! ég meina kommon það er kúl!;D Ég gat ekki beðið að komast hingaðum helgar!;D
Og allt pleimoið sem við hengum i alla daga og ólsen ólsen! Þurfum að fara að rifja það uuupp;D

Silviaaa (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:30

2 identicon

Sæl Ingibjörg

Heldurðu að ég hafi ekki séð myndir af hestinum hans Stefáns Péturs hér neðar á síðunni, honum Þráði... Ef þú lumar á fleiri myndum þá máttu senda okkur þær eða bara setja þær inn á síðuna hjá þér. Það er langt síðan við höfum séð hann.

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband