Byrja á að segja að þessi garpur hérna fyrir neðan er afi minn í pokahlaupi!
Ég hálf skammast mín fyrir bloggleysi, það er bara svo margt búið að gerast undanfarna daga og svo lítill tími fyrir allt annað að þessi síða hefur eiginlega safnað bara ryki.
Ætla að reyna að lýsa því sem búið er að gerast undanfarnar 2 vikur.
Fjölskyldan fór á ættarmót um síðustu helgi, í þetta skipti var það pabba fjölskylda sem hélt ættarmót og var maður með pínu kvíðahnút í maganum því ég því miður veit ekki hvað helmingurinn af þessu fólki heitir. Kvíðahnúturinn losnaði fljótt við komuna á Reyki í Hrútafirði. Fengum svona líka blíðu þegar við komum að þegar það var búið að skella tjaldinu upp var hoppað í bikiní og í sólbað ! (má bæta við að ég varð nú pínu brún sko allt á góðri leið!) En já, þangað til um kvökdmatarleytið var bara slappað af, notað tímann til að heilsa fólki og skoðað sig um. Planað var um kvöldið að það yrði fínn matur, skemmtiatriði, leikir og síðan myndi kvöldið enda á dansleik/diskóteki.
Í kvöldmatinn var borin fram dýrindis pizza&franskar fyrir börnin & súpa fyrir þá fullorðnu, og það var bara í forrétt, í aðallrétt var pizza&franskar fyrir börnin og allskonar kjöt fyrir þá fullorðnu. Eftirrétturinn var bestur að mínu mati, ís kaka. Mmm fæ vatn í munninn við tilhugsunina eina.
Eftir þennann yndislega mat tóku skemmtiatriðin við, það voru sagðar óendanlega fyndnar & skemmtilegar sögur af laxárdalsættinni, leiknir leikir (mjög eftirminnilegt þakka þér fyrir), sungið og dansatriði frá einni sætri lítilli frænku.
Þegar kom að dansleiknum eða diskóinu sýndi afi að hann er ekkert síðri yngra fólkinu hvað varðar dans ! Hann svoleiðis sýndi þvílíka takta að ég bara á varla til aukatekið orð.
Þegar leið á kvöldið fór veðrið að vera aðeins verra, meiri vindur og kaldara. Samt virtist það ekkert hafa nein áhrif á fólkið. Skemmti sér bara betur ef eitthvað var. Set svo myndir síðan á þessu ættamóti inn við tækifæri.
En, þetta ættarmót er ekki það eina sem er búið að gerast! Dramadrottningin sjálf varð 16 ára gömul þann 5 Júlí síðastliðinn. Haldið var uppá það í gær með veglegri veislu, eðal kaka og pizza, ís og allur pakkinn. Meiraðsegja pakkaleikur ! Þetta var yndislegt & bara takk allir !:*
Skil samt ekki hvað er svona "sweet" við að vear 16, æfingaleyfi ? Kannski, ég hinsvegar nenni hreinlega ekki að standa í þessum ökutímum.. svo ég ætla að bíða með þá, kaupa mér frekar tölvu og fara í ökutímana þegar ég flyt inná akureyri í haust ! Haha, yndislegt samt hvernig maður getur ekki beðið eftir að verða eldri þegar maður er frekar ungur.. svo gera sumir allt til að "looka" yngri þegar þeir eru orðnir .. well frekar gamlir. Til dæmis eins og með karlana, fá sér þvílík flottann sportbíl, lita á sér hárið, fara í ræktina, vaxa á sér bakið & fara svo á bari og ná sér í eina tvítuga.
Konurnar eru engu skárri, lita hárið á sér það ljóst að það liggur við að augun á manni brenni, liggja í ljósabekkjum eins og þær eigi lífið að leysa (reyndar gera karlarnir það víst líka..) fá sér sílíkon í tepokana og ganga í magabol og á háum hælum.
Flott eh ? Ekkert sérlega aðlaðandi þið hreinlega afskakið.
En, þetta er víst orðið nóg í bili.
Kv.Ingibjörg.
p.s TAKK MAMMA & PABBI!!!:********************* (margir kossar? happy?)
Ég hálf skammast mín fyrir bloggleysi, það er bara svo margt búið að gerast undanfarna daga og svo lítill tími fyrir allt annað að þessi síða hefur eiginlega safnað bara ryki.
Ætla að reyna að lýsa því sem búið er að gerast undanfarnar 2 vikur.
Fjölskyldan fór á ættarmót um síðustu helgi, í þetta skipti var það pabba fjölskylda sem hélt ættarmót og var maður með pínu kvíðahnút í maganum því ég því miður veit ekki hvað helmingurinn af þessu fólki heitir. Kvíðahnúturinn losnaði fljótt við komuna á Reyki í Hrútafirði. Fengum svona líka blíðu þegar við komum að þegar það var búið að skella tjaldinu upp var hoppað í bikiní og í sólbað ! (má bæta við að ég varð nú pínu brún sko allt á góðri leið!) En já, þangað til um kvökdmatarleytið var bara slappað af, notað tímann til að heilsa fólki og skoðað sig um. Planað var um kvöldið að það yrði fínn matur, skemmtiatriði, leikir og síðan myndi kvöldið enda á dansleik/diskóteki.
Í kvöldmatinn var borin fram dýrindis pizza&franskar fyrir börnin & súpa fyrir þá fullorðnu, og það var bara í forrétt, í aðallrétt var pizza&franskar fyrir börnin og allskonar kjöt fyrir þá fullorðnu. Eftirrétturinn var bestur að mínu mati, ís kaka. Mmm fæ vatn í munninn við tilhugsunina eina.
Eftir þennann yndislega mat tóku skemmtiatriðin við, það voru sagðar óendanlega fyndnar & skemmtilegar sögur af laxárdalsættinni, leiknir leikir (mjög eftirminnilegt þakka þér fyrir), sungið og dansatriði frá einni sætri lítilli frænku.
Þegar kom að dansleiknum eða diskóinu sýndi afi að hann er ekkert síðri yngra fólkinu hvað varðar dans ! Hann svoleiðis sýndi þvílíka takta að ég bara á varla til aukatekið orð.
Þegar leið á kvöldið fór veðrið að vera aðeins verra, meiri vindur og kaldara. Samt virtist það ekkert hafa nein áhrif á fólkið. Skemmti sér bara betur ef eitthvað var. Set svo myndir síðan á þessu ættamóti inn við tækifæri.
En, þetta ættarmót er ekki það eina sem er búið að gerast! Dramadrottningin sjálf varð 16 ára gömul þann 5 Júlí síðastliðinn. Haldið var uppá það í gær með veglegri veislu, eðal kaka og pizza, ís og allur pakkinn. Meiraðsegja pakkaleikur ! Þetta var yndislegt & bara takk allir !:*
Skil samt ekki hvað er svona "sweet" við að vear 16, æfingaleyfi ? Kannski, ég hinsvegar nenni hreinlega ekki að standa í þessum ökutímum.. svo ég ætla að bíða með þá, kaupa mér frekar tölvu og fara í ökutímana þegar ég flyt inná akureyri í haust ! Haha, yndislegt samt hvernig maður getur ekki beðið eftir að verða eldri þegar maður er frekar ungur.. svo gera sumir allt til að "looka" yngri þegar þeir eru orðnir .. well frekar gamlir. Til dæmis eins og með karlana, fá sér þvílík flottann sportbíl, lita á sér hárið, fara í ræktina, vaxa á sér bakið & fara svo á bari og ná sér í eina tvítuga.
Konurnar eru engu skárri, lita hárið á sér það ljóst að það liggur við að augun á manni brenni, liggja í ljósabekkjum eins og þær eigi lífið að leysa (reyndar gera karlarnir það víst líka..) fá sér sílíkon í tepokana og ganga í magabol og á háum hælum.
Flott eh ? Ekkert sérlega aðlaðandi þið hreinlega afskakið.
En, þetta er víst orðið nóg í bili.
Kv.Ingibjörg.
p.s TAKK MAMMA & PABBI!!!:********************* (margir kossar? happy?)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.