Unglingar ?

sdfdp3Unglingaást.
Sumir segja að við séum of ung til að elska, ég segi að þau séu of gömul til að muna hvernig það er. Þessi tilfinning að vera "ástfanginn" að hafa e-h til að kúra hjá & knúsa er yndisleg.
Verst bara hvað þetta breytist oft. Einn daginn er það þessi & næsta er kominn annar. & auðvitað er alltaf notað orðið "elska". Elskar þennann & elskar hinn.

Svo allt í einu kemur einhver 1 sem hrífur mann. Þú missir einbeitinguna. Matur missir bragð, litir virðast daufir. Þú getur ekki hugsað um neitt annað en þessa einu sérstöku manneskju. Þú heldur að þetta sé "the one" manneskjan sem þú átt eftir að eyða restinni af lífinu með.
Þið takið myndir af ykkur saman, farið í göngutúra, hittið fjölskyldur hvors annars farið í ferðir & fleira.
Svo gerist eitthvað & þetta hverfur allt, neistinn sem hélt þeim saman er horfinn.

Eftir situr manneskja með hjarta í molum.
Ást er ofnotað orð.

Vá bitur.

 

Kv.Ingibjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi, þú virðist vera í ástarsorg! Ekki gott

Heiða Þórðar, 21.4.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hef oft velt þessu fyrir mér. Ekki enn komist að niðurstöðu og þó orðin 38 ára. En ég held nú samt að ekkert sé til sem heitir ''hin eina sanna ást''. Sem aftur þýðir að þú getur alveg elskað einhvern þó þú eigir ekki eftir að elska hann það sem eftir er. Þ.e.a.s.; ástin getur dáið en það þýðir ekki að hún hafi aldrei verið lifandi. Ég vona bara að þú jafnir þig fljótt og vel á þessari dánu ást og eignist aðra lifandi þegar þú ert tilbúin til þess. Þangað til, vertu glöð.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 01:20

3 identicon

Takk takk !!: )

Ingibjörg Hólmgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband