Málfar íslenskra barna.

o87zg8Er ég sú eina sem finnst málfar og stafsetning íslenskra barna & bara barna yfir höfuð fara versnandi ? Ég skrifa & tala í flestum tilfellum rétt, þó það komi fyrir að ég missi útúr mér eitt & eitt orð sem kannski er ekki alveg rétt.
En (& ég tek sérstaklega eftir þessu hjá stelpum) skrifað er í mjög mörgum tilfellum vitlaust. Allskonar "styttingar" eru notaðar.
Nokkur dæmi sem fara alveg sérstaklega í taugarnar á mér.

Mrg, mrgn = morgun
nkl = nákvæmlega
jamm (sem getur eiginlega ekki talist stytting þar sem þetta er lengra orð!) = já
jább (sama á um við þetta) = já
nii = nei
hii = hæ

Líka "misnota" unglingar enska tungumálið, þar eru styttingarnar

ttly = totally
lyk = like
omg = oh my god
whuzz'up ? = what's up

 Mér finnst alveg afskaplega leiðinlegt að sjá unglinga nota þessi orð. Stundum rekst ég á blogg hjá e-h svaka skvísum sem eru voða sætar & allt það, sem annaðhvort kunna ekki eða vilja ekki skrifa rétt. Stundum er meiraðsegja ógerlegt að lesa bloggin þeirra fyrir þessu. Bæta inn "z" eins & þær geta & "h" & "w"líka.
T.d eins & í 

; omgzh
; meh
; wuw yew
; pwetty
; mew
& fleiri sem ég man ekki sökum gullfiskaminnis á háu stigi.

kv.
Ingibjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á bara að hengja unglinga upp á þvottasnúru og lemja þá með teppabankara.

Það er ekki hægt að skilja suma unglinga, ég gefst stundum upp á að tala við þá, sérstaklega stelpur sem eru ári yngri kannski. Það er bara ekki hægt. Sumir hafa reyndar gefist upp á a'ð tala við mig vegna þess að ég tala of mikla og gamla íslensku en ég tel það bara jákvætt

Kristinn (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:08

2 identicon

já ! ég er sko alveg sammála þér !
Þetta gengur ekki,

eigum við að taka alla unglinga íslands í íslenskutíma ?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 14:12

3 identicon

"ttly = totally" er vitlaust. Á að vera ttyl og "þýðir/stytting á" Talk To You Later

iris (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:11

4 identicon

nei,

ttly þýðir totally
ttyl þýðir talk to you later : )

Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband