Því miður..

IMG_4196Það hefur bæði verið fjölgun og fækkun í fjölskyldunni síðustu 2 daga.
Þruma, annar af 2 elskulegu hundunum mínum var látinn fara í sveitina til ömmu og afa & fer Brekinn okkar von bráðar!=(

Hinsvegar eignaðist hún Saga okkar folald seint í nótt ! Það var bleikálóttur hestur (heppileg tímasetning, 19 Júní, feministadagur?). Voða sætur hestur og læt ég fylgja hérna eina mynd af honum. Okkur mömmu fannst tilvalið að í tilefni dagsins yrði hesturinn skýrður Feministinn, en pabbi var ekki sammála því.
Bíladagar voru haldnir um helgina, og auðvitað skellti maður sér á þá. Fólk var reyndar misánægt með heimkomutímann sem var iðulega of seint. (sérstaklega þar sem maður átti að mæta í vinnu klukkan 8 um morguninn) magnaðir bílar og spyrnan var náttúrulega bara hrein snilld.
Reyndar ekki svo gott að það varð bílslys við hringtorg esso. Reyndar held ég að ökumaðurinn hafi alveg sloppið og bílinn reyndar líka ! Bara stuðarinn sem fór alveg í klessu greyið. Flottur bíll og fóru sumir næstum því að skæla þegar þeir keyrðu framhjá þessu !

17 Júní var haldinn hátíðlegur hér á bæ síðastliðinn sunnudaginn, reyndar var ég að vinna svo ég gat því miður ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum. Mamma var hinsvegar í 17 júní nefnd og R0011750meðfylgjandi var allt það stress sem fylgir þessu, nammi,- blöðru,- og fánakaup.  Þegar allir komu heim voru þeir orðnir frekar pirraðir þar sem vargurinn var víst svo skæður og mikill að varla var vært þarna ! Enda var svarið að þetta skyldi ekki vera haldið aftur í Höfða, hversu fallegur sem hann er !
Fengum fullt af nammi og blöðrum þegar komið var heim og erum búin að vera að leika okkur með helíumið síðan.

Um kvöldið átti að fara í reiðtúr héðan og niðrí reykjadal þar sem er verið að halda reiðnámskeið. Ég ætlaði að fara með á Hertoga mínum, en komst ekki nema 1/4 af leiðinni, þá gerðist eitthvað og ég fékk svona stingandi verk í öxlina og gat ekki hreyft hana. Ég var drifin heim og var sett á verkjalyf og bólgueyðandi. Næsta dag ætlaði ég að skvera mér í  vinnuna en var samstundis send heim útaf hendinni. Þá var komið í ljós að ég yrði að fara til læknis.
Fór svo í morgun í röntgen iðrá húsavík og verð að taka mér frí frá vinnu í 3 daga útaf þessu.
helvítis ónýti líkami.

Kv.Ingibjörg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband