Færsluflokkur: Bloggar

Margt að gerast.

252271422Það skall líka svona svaðalega á mér áðan þegar ég & mamma vorum að sækja um skóla að ég væri virkilega að verða fullorðin ! Ég er að fara í framhaldsskóla, og fer þá á vistina. Þetta er svo stórt skref. Maður hefur alltaf verið heima hjá mömmu & pabba þar sem þvotturinn er þveginn, það er eldað ofan í þig & þér sagt að fara að sofa klukkan hálf 12. Núna eftir aðeins .. 4 mánuði mun ég flytja í burtu frá mömmu & pabba (ef ég kemst inní MA þ.e.)
Ég mun sjálf þurfa að sjá um að læra, fara að sofa, borða & allt. Mikil ábyrgð. En með Sigþóru mína mér við hlið get ég allt ! Já þú last rétt, ég verð með minni bestu vinkonu henni Sigþóru á herbergi ! & það verður sko allt villt þá.

Úff, er frekar hrædd samt, allt í einu langar mig bara að skríða uppí fangið á mömmu gömlu & kúra fram á þrítugsaldurinn. Er það ekki annars hægt ? Hún myndi ekkert kippa sér upp við það. Hún myndi bara hafa gaman af því.

Svo er skólinn eiginlega bara búinn núna, verðum bara að dúlla okkur eitthvað, lærum held ég mest í þýsku.. Erum búin með allt annað, nema munnlegt próf í stærðfræði ! Vorum t.d í dag að horfa á sjónvarpið bara, numbers & svo The inconvinient truth (kann ekki að stafa þetta) með Al Gore þar sem hann fer yfir það hvað gerist ef við hættum ekki að menga & svona. Hrikalegt.

Þetta er samt orðið alveg ágætlega langt í bili !
Þar til næst.

Kv.Ingibjörg

e.s - Læt fylgja með eina sæta mynd af mér & Sigþóru minni síðan um helgina ! BROSA !


LOKSINS!!!

Öll samræmdu sdej53prófin búin ! Vá hvað það er gott að þetta sé nú allt búið, reyndar tekur núna við kvíðinn útaf einkunnunum ! Úff, síðasta prófið var stærðfræði. Þetta var reyndar auðveldara en í fyrra en alveg nógu þungt. Mér gekk nú samt alveg ágætlega held ég, veit ekkert fyrr en ég fæ einkunnirnar.

Í gær var svo haldið inná akureyri um 4 leytið til að fagna lokum umræddra prófa. Gilil keyrði okkur & var hið mesta stuð í rútunni ;) Þegar komið var inná akureyri átti víst að fara að klirfa, en ég er of þroskuð að ég stakk þau af til að fara í BT ! Ætlaði að kaupa PSP leik en nei, ævintýraleikir eru greinilega ekki töff lengur. Svo ég keypti mér bara eitt stykki peysu & bol í staðinn. Mjög sátt. Svo var farið út að borða á bautann & bíó & slappað af bara !

En, toppur ferðarinnar var btw þegar ég Halldóra & Svanhildur löbbuðum svona.. 5 rúnthringi & alltaf þegar við löbbuðum framhjá Tikk Takk störðu þessir líka myndarstrákar á okkur ! Svo á síðasta hringnum mættum við strákunum þegar þeir voru að labba útaf veitingastaðnum ! Fengum þetta líka augnaráð.
& náttúrlega það að ég & hrólfur sváfum eins & ungabörn á leiðinni heim.

Þetta var æðislegur dagur & þakka ég öllum sem að honum komu !
Farin á fund um austurríkisferðina okkar svo þetta er nóg í bili.

Kv.
Ingibjörg.


Dásamleg manneskja.

IMG_0762Þar sem ég á yndislegustu mömmu í heimi ætla ég að tileinka henni þetta blogg.
Án mömmu minnar væri ég ekki neitt, bókstaflega. Mamma er búin að vera stoð mín & stytta í mörg ár. Við erum kannski ekki alltaf sáttar & stundum meiraðsegja erum við báðar á brún þess að verða geðveikar á hvor annari.

Ég hef kannski ekki verið besti unglingur í heimi en við sættumst alltaf. Við gerum fullt af hlutum saman t.d fara & skjóta leirdúfur !;* & mamma er ekki bara mamma mín heldur vinkona mín. Ef ekki væri fyrir hana væri ég alls ekki sú manneskja sem ég er í dag.
Mér þykir óendanlega vænt um mömmu mína & ég myndi gera allt fyrir hana<3

En já, núna er aðeins 1 samræmt próf eftir & það er það lang erfiðasta, stærðfræðin er á miðvikudaginn & er ég svona að læra með öðru auganu haha. Svo allann morgundaginn er bara aukatími aukatími aukatími !
Á miðvikudaginn verður svo svona lokahóf 10 bekkjar & er þá stefnan tekin á akureyri, ætlum út að borða, bíó & svo auðvitað versla ;) Ætli maður kaupi sér ekki eitthvað inná akureyri. Á liggur við engin föt -.- Svo ég þarf virkilega að fara að taka mig á í þessu verslunardóti;)

En já, ætli þetta sé ekki nóg í bili.

Kv.Ingibjörg


Tilfinning.

zj87tcHafiði e-h tímann fengið það á tilfinninguna að þið væruð jafn ganglaus og steinn ? Þið haldið kannski að þið séuð að gera rétta hlutinn á réttann veg, en komist svo að allt öðru & fáið þá samviskubit á stærð við norðurpólinn og rétt náið að halda aftur af tárunum..

Þetta er hryllileg tilfinning.
Tilfinningarnar flæða núna og ég ræð engu, hormónarnir að fara með mann & unglingadramað í sínu besta formi. Ringulreið ræður ríkjum og örvænting grípur um sig. Mér líður eins og lítilli stelpu í miðjum stórmarkaði, allt krökkt af fólki, eins og maurabú, þekki engann og er alveg ein.

Kv.
Ingibjörg.


íslenskan búin! aðeins 3 eftir.

IMG_4502Komin heim aftur úr sveitinni, ah þetta var sko aldeilis hressandi ! Lærði, fór á hestbak, hitti fólk útá Þórshöfn & skemmti mér. Yndislegt veður allann tímann, sá ekki svo mikið sem einn lítinn skýja hnoðra á himninum.
Litli bróðir tók beltapróf í Karate á laugardagsmorguninn & rúllaði því svoleiðis upp. Ekkert smá stolt af honum. Svitnaði við það eitt að horfa á þau í svokölluðu "sjálfsmorði" vá.

En já, maður semsagt eyddi laugardeginum, sunnudeginum, mánudeginum & þriðjudeginum bara með fjölskyldunni ! Yndislegur tími, ekkert net í 4 heila daga, fyrir mér er það huge. Fór á laugardeginum í smá reiðtúr með pabba & Gústa. Þeim datt það í hug að fara með öll hrossin í Sauðanes til að ríða með þau aftur í Dal ! Þetta voru svona, í kringum 20 hross í það heila. Þau létu nú ekkert svaðalega vel þar sem það var all svaaaðalega heitt (15-20° hiti allann tímann !) Ég fór á hestbak með þeim þegar þeir voru að koma að Gunnarstöðum & reið alveg heim í dal. Svo daginn eftir þurfti pabbi náttúrulega auðvitað að fylgja Gústa með hrossin aftur útí sauðanes, þar reið ég í hesthúsahverfin & fór þá að hitta Mæju & fleira fólk.En svona í heildina var þetta æðisleg helgi & ég vildi óska þess að þetta gerði maður oftar !

Svo í morgun vaknaði ég voða snemma, held .. hálf 7 til að lesa nokkrum sinnum yfir íslenskuglósur.
Samræmda prófið í íslensku hófst svo klukkan 9. Við byrjuðum á stafsetningu & var þetta hin fínasta stafsetning ! Svo tók við málfræði, ljóð & lestur. Fyrsta skipti sem ég acctually (svo maður sletti nú svolítið) skildi forníslensku kaflann & þá botnaði ég bara ekki neitt í spurningunum ! Hvurslags er þetta. En ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega þótt þetta hafi verið.. frekar erfitt próf.

Svo fæ ég frí á morgun því þá er enskuprófið sem ég tók með glæsibrag í fyrra, ætla að nota þann tíma til að fara yfir dönsku og samfélagsfræði.
Ætla svo að reyna að skella inn einhverjum myndum frá því um helgina, meðal annars frá flippuðu fjöruferðinni sem að fjölskyldan fór í !

Þangað til síðar.
Kv.Ingibjörg


Farin í sveitasæluna !

o8cpd3

 

& ég er farin í sveitina að læra vel undir samræmdu prófin & ríða út á honum Óðni mínum ! Við sjáumst næsta þriðjudag ef ekki seinna þar sem fyrsta samræmdu prófið er á miðvikudaginn, & tölvu notkun verður voða takmörkuð þá.

Sjáumst!
Kv.Ingibjörg


Samræmd próf !!

o888ixJæja, núna eru samræmdu prófin alveg að skella á ! Bara vika í þetta. Reyndar er ég svo heppin að það lendir alltaf 1 dagur á milli prófa & svo bara helgi. Svona er maður duglegur að taka 2 í fyrra. Núna tek ég; íslensku, dönsku, samfélagsfræði & stærðfræði.
Ekkert smá sem maður þarf að læra fyrir samfélagsfræðina. Er með örugglega svona 10 bækur + 2 stór hefti af glósum.
Íslenskan er fyrst & þar sem að fjölskyldan ákvað að vera ótrúlega töff & fara í sveitina næstkomandi föstudag til að vera fram á þriðjudag verð ég að taka með mér fullt af bókum & svona þar sem að íslensku samræmda prófið er á miðvikudaginn !
Svo bara læra læra læra & inn á milli fara í útreiðatúra á honum Óðni gamla eða jafnvel Rauð(hann heitir að mér vitandi ekkert alminnilegt ennþá) ! Það er eitthvað búið að vera að vesenast í henni Þulu minni, gamli skellti sér á bak á hana um daginn, gekk svona líka vel. Hreyfði sig varla nema fyrst var hún frekar hrædd. Svo var hún bara bundin við Skyggnu og líkaði ekkert illa þegar Sverrir dró hana áfram með gamla á baki !;) Ég auðvitað þvílík hetja, þorði ekki að fara á bak. Pft.

En aftur yfir í samræmdu prófin. Kvíði svosum ekkert svakalega fyrir prófinum nema stærðfræði ! Vaá hvað ég er eitthvað voðalega lítið inní 10. bekkjar stærðfræðinni. Kann alveg sumt en það er sumt sem ég er svo ekkki að ná-.- Virðist bara vera einum of flókið fyrir mig ? Kannski einbeiti ég mér ekki nóg. Gæti verið. En, maður verður víst að reyna sitt besta bara & vona. Þarf svo að sækja um í MA & hafa VMA sem vara.

Bara 38 dagar í Austurríki !! Get ekki beðið eftir að komast út. Hitta alla þessa krakka & svona !:D

Kv.Ingibjörg


Unglingar ?

sdfdp3Unglingaást.
Sumir segja að við séum of ung til að elska, ég segi að þau séu of gömul til að muna hvernig það er. Þessi tilfinning að vera "ástfanginn" að hafa e-h til að kúra hjá & knúsa er yndisleg.
Verst bara hvað þetta breytist oft. Einn daginn er það þessi & næsta er kominn annar. & auðvitað er alltaf notað orðið "elska". Elskar þennann & elskar hinn.

Svo allt í einu kemur einhver 1 sem hrífur mann. Þú missir einbeitinguna. Matur missir bragð, litir virðast daufir. Þú getur ekki hugsað um neitt annað en þessa einu sérstöku manneskju. Þú heldur að þetta sé "the one" manneskjan sem þú átt eftir að eyða restinni af lífinu með.
Þið takið myndir af ykkur saman, farið í göngutúra, hittið fjölskyldur hvors annars farið í ferðir & fleira.
Svo gerist eitthvað & þetta hverfur allt, neistinn sem hélt þeim saman er horfinn.

Eftir situr manneskja með hjarta í molum.
Ást er ofnotað orð.

Vá bitur.

 

Kv.Ingibjörg


Málfar íslenskra barna.

o87zg8Er ég sú eina sem finnst málfar og stafsetning íslenskra barna & bara barna yfir höfuð fara versnandi ? Ég skrifa & tala í flestum tilfellum rétt, þó það komi fyrir að ég missi útúr mér eitt & eitt orð sem kannski er ekki alveg rétt.
En (& ég tek sérstaklega eftir þessu hjá stelpum) skrifað er í mjög mörgum tilfellum vitlaust. Allskonar "styttingar" eru notaðar.
Nokkur dæmi sem fara alveg sérstaklega í taugarnar á mér.

Mrg, mrgn = morgun
nkl = nákvæmlega
jamm (sem getur eiginlega ekki talist stytting þar sem þetta er lengra orð!) = já
jább (sama á um við þetta) = já
nii = nei
hii = hæ

Líka "misnota" unglingar enska tungumálið, þar eru styttingarnar

ttly = totally
lyk = like
omg = oh my god
whuzz&#39;up ? = what&#39;s up

 Mér finnst alveg afskaplega leiðinlegt að sjá unglinga nota þessi orð. Stundum rekst ég á blogg hjá e-h svaka skvísum sem eru voða sætar & allt það, sem annaðhvort kunna ekki eða vilja ekki skrifa rétt. Stundum er meiraðsegja ógerlegt að lesa bloggin þeirra fyrir þessu. Bæta inn "z" eins & þær geta & "h" & "w"líka.
T.d eins & í 

; omgzh
; meh
; wuw yew
; pwetty
; mew
& fleiri sem ég man ekki sökum gullfiskaminnis á háu stigi.

kv.
Ingibjörg


~

zja1slHvernig er íslensk æska orðin ? ég er að vísu bara 15 ára, en veit þó betur en að fara í slag við einhverja greyið stelpu sem er víst "feit" !
ég þori ekki að posta myndbandið hérna inn, er líka búið að taka það útaf síðunni,

Er ekki spurning um að íslenskir foreldrar fari að herða pínulítið á barnauppeldinu ?
Steplan sem fer fremst í flokki í þessu myndbandi heitir Gréta Morthens, dóttir hins fræga Bubba Morthens. Ekki að það skipti eitthvað miklu máli en það má alveg fylgja sögunni.

Mér finnst synd að núna skuli svona mál ekki vera leyst með orðum heldur þurfi hnefarnir að grípa inní. + Náttúrulega andlega ofbeldið. Ég ætla ekkert að ræða meira um þetta tiltekna mál þar sem Gréta & Gerða (held að þær heiti það) eru að slást, en það versta er að þetta er hreinlega ekki einsdæmi. Ég veit um annað dæmi í Gryfjunni þar sem kastað var eggjum & fleira. Ég veit bara ekki nógu mikið um þetta mál milli Grétu & Gerðu til að geta rætt það.

En skil bara ekki tilganginn með þessu, er þetta eitthvað "kúl" ? Ertu rosalega mikill harðkjarni ef þú nærð að niðurlægja aðra manneskju það mikið að hún fari að gráta eða eitthvað verra  ?
mér finnst þetta fáranlegt & það verður að gera eitthvað.

Kv.
Ingibjörg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband